„Risastórt skref fyrir sveitarfélagið“

Björn Friðþjófsson og Katrín Sigurjónsdóttir klipptu á borðann við vígsluna. Mynd/Dalvík.is
Björn Friðþjófsson og Katrín Sigurjónsdóttir klipptu á borðann við vígsluna. Mynd/Dalvík.is

Nýr gervigrasvöllur á Dalvík var formlega vígður við hátíðlega athöfn um mánaðarmótin. Í hátíðarræðu sagði Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar, að þetta væri, „risastórt skref fyrir sveitarfélag af þeirri stærðargráðu sem Dalvíkurbyggð er og hefur mikla þýðingu fyrir byggðarlagið.

Með tilkomu gervigrasvallarins, að viðbættri þeirri aðstöðu sem fyrir er til íþróttaiðkunar í sveitarfélaginu, er Dalvíkurbyggð orðin eftirsóttarverðari fyrir barnafjölskyldur sem eru að skoða búsetukosti til framtíðar,“ sagði Katrín í ræðu sinni og greint er frá vef sveitarfélagsins.  

 


Athugasemdir

Nýjast