Það verður stórleikur á Þórsvelli í kvöld þegar Þór/KA fær Breiðablik í heimsókn í annarri umferð Pepsi- deildar kvenna í knattspyrnu kl. 19:00. Leikurinn er jafnframt fyrsti heimaleikur Þórs/KA á tímabilinu. Báðum liðum er spáð mikilli velgengni í sumar og talin líklegustu liðin til þess að veita Valsstúlkum keppni um Íslandsmeistaratitilinn.
Þór/KA hefur þegar misst af dýrmætum stigum í baráttunni en norðanstúlkur gerðu óvænt 2:2 jafntefli gegn Grindavík í fyrstu umferð. Á sama tíma vann Breiðablik 3:1 sigur á Fylki. Breiðablik hefur því þrjú stig í þriðja sæti deildarinnar en Þór/KA eitt stig í því sjötta.