Eigendur jarðanna kröfuðst þess að eftirtalin úrskurðarorð yrðu felld úr gildi: „Landssvæði það sem afmarkað er hér á eftir og liggur norðaustan Grímsstaða en suðaustan „afréttarlands" á Hólsfjöllum, er þjóðlenda í skilningi 1. gr., sbr. einnig a-lið 7. gr. laga nr. 58/1998: Frá upptökum Ytri-Vatnsleysu beina stefnu í Selá, þar sem Fremri-Hrútá fellur í hana. Þaðan er Selá fylgt þar til Ytri-Hrútá fellur í hana og síðan Ytri-Hrútá í Austaribrekku við Dauðagil. Síðan eftir Dauðagili að þeim stað þar sem gilið breytir um stefnu og þaðan skemmstu leið til suðvesturáttar yfir í Ytri-Vatnsleysu. Þá er Ytri-Vatnsleysu fylgt til áðurnefndra upptaka. Sama landsvæði er í afréttareign jarðarinnar Grímsstaða, sbr. 2. mgr. 5. gr. og c-lið 7. gr. sömu laga."
Málkostnaður var felldur niður. Allur gjafsóknarkostnaður stefnenda greiðist úr ríkissjóði, þ.m.t. málflutningsþóknun lögmanns þeirra, 878.500 kr. Ólafur Ólafsson kvað upp dóminn.