13. september, 2010 - 17:14
Fréttir
Jón Heiðar Daðason húsnæðisfulltrúi Akureyrarbæjar kynnti stöðu biðlista eftir félagslegum leiguíbúðum 31.
júlí sl. á síðasta fundi félagsmálaráðs. Þá biðu 107 eftir íbúð en voru 100 á sama tíma
árið 2009. Biðtími eftir tveggja herbergja íbúðum er nú um það bil tvö ár.
Til stendur að taka nokkrar íbúðir á leigu frá Félagsstofnun stúdenta og auk þess má búast við að listi styttist
nokkuð í kjölfar endurnýjunar umsókna í haust og því má vænta nokkurra breytinga á biðlistanum á næstunni.