Sé tekið tillit til þeirra áhrifa sem hækkanir gengis og verðlags hafa leitt af sér umfram forsendur fjárlaga er rekstrarhalli þó aðeins um 15 milljónir eða 0,7%. Launakostnaður hefur hækkað um 11,4% á milli ára og almenn rekstrargjöld um 11,5%. Umfang starfseminnar er að mestu samkvæmt áætlun. Legudögum og skurðaðgerðum hefur þó fækkað en aukning hefur orðið á rannsóknum og komum á bráðamóttöku. Þetta kemur fram á vef sjúkrahússins.