Raunávöxtun upp á 3,13% kynnt á mánudag

Á ársfundi Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrar sem haldin verður á mánudaginn verður kynnt niðurstaða ársreiknings, en sjóðurinn skilaði 3,13% raunávöxtun á síðasta ári en meðaltal raunávöxtunar sjóðsins síðustu 5 ár hefur verið 4,68%. Þetta er mikill viðsnúningur frá árinu 2008 þegar raunávöxtun sjóðsins var neikvæð.  Virkir féalgar í sjóðnum eru  166 manns en lífeyrisþegar í lok síðasta árs voru 374.

 

Á ársfundinum fara fram venjuleg aðalfundarstörf. Fyrir liggur að breyting verður á fulltrúm bæjarins í stjórn sjóðsins en Sigrún Björk Jakobsdóttir fer úr stjórninni. Hermann Jón Tómasson og Oddur helgi Halldórsson verða fulltrúar bæjarins í stjórninni, en báðir eru í stjórninni fyrir. Hermann hefur verið formaður stjórnar sem bæjarstjóri,  en bæjarstjóri Akureyrar skal vera formaður stjórnar.  Aðrir í stjórn hafa verið Arna Jakobína Björnsdóttir og Hanna Rósa Sveinsdóttir. Fundurinn verður haldinn að Strandgötu 3, Akureyri, mánudaginn 28.  júní n.k. og hefst kl. 16:00. Hann er opinn öllum sjóðfélögum sem eru hvattir til að mæta.

Nýjast