Þá er það einnig að frétta úr herbúðum Þórs/KA að félagið hefur verið í viðræðum við Helenu Ólafsdóttur um að taka að sér þjálfun liðsins en ekkert varð úr þeim viðræðum. Nói segir að menn séu að velta ýmsu fyrir sér og það séu margir möguleikar í stöðunni.
Mörg nöfn hafa verið nefnd en einnig sé alveg eins líklegt að núverandi þjálfararteymi liðsins haldi áfram með liðið, enda ánægja með þeirra störf en það mun sennilega skýrast í lok vikunnar eða í þeirri næstu hvað verður.