Ræða við alla Grímseyinga

Grímsey.
Grímsey.

Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar á Akureyri, segir að bæjaryfirvöld muni á næstu dögum ræða við íbúa Grímseyjar og taka ákvarðanir í framhaldi af því. Þetta kom fram í Fréttablaðinu.

Málið varðar sölu á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Sigurbirni efh. til Ramma hf. en með sölunni fer nær helmingur aflaheimilda útgerðarfyrirtækja í Grímsey frá eyjunni.


Nýjast