Ráðstefnan Auður hafs og stranda haldin í Ketilhúsinu

Ráðstefnan Auður hafs og stranda: frumkvæði og sköpunarkraftur til nýtingar menningararfs, verður haldin í Ketilhúsinu á Akureyri á morgun föstudaginn 7. maí 2010. Ráðstefnan verður sett kl. 13.15 og henni lýkur seinni partinn. Flutt verða fjölmörg erindi, auk þess sem Kristján Möller ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála flytur ávarp að lokinni setningu.  

Stofnun Vilhjálms Stefánssonar tekur þátt í Evrópuverkefninu Fishernet/Trossan http://vikudagur.is/www.fishernet.is sem er þriggja ára samstarfsverkefni fiskveiðiþjóða í Evrópu. Verkefnið hófst í september 2008 og miðar að því að varðveita, miðla og nýta menningararf sem tengist sjósókn, umhverfisþekkingu sjómanna og sérstakri menningu fiskveiðisamfélaga.

Stofnun Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri http://vikudagur.is/www.svs.is  er íslensk norðurslóðastofnun sem er ætlað innlent og alþjóðlegt hlutverk er varðar rannsóknir, upplýsingamiðlun, ráðgjöf og samvinnu á sviði sjálfbærrar þróunar og umhverfismála á norðurslóðum.

Nýjast