Stofnun Vilhjálms Stefánssonar tekur þátt í Evrópuverkefninu Fishernet/Trossan http://vikudagur.is/www.fishernet.is sem er þriggja ára samstarfsverkefni fiskveiðiþjóða í Evrópu. Verkefnið hófst í september 2008 og miðar að því að varðveita, miðla og nýta menningararf sem tengist sjósókn, umhverfisþekkingu sjómanna og sérstakri menningu fiskveiðisamfélaga.
Stofnun Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri http://vikudagur.is/www.svs.is er íslensk norðurslóðastofnun sem er ætlað innlent og alþjóðlegt hlutverk er varðar rannsóknir, upplýsingamiðlun, ráðgjöf og samvinnu á sviði sjálfbærrar þróunar og umhverfismála á norðurslóðum.