29. júlí, 2008 - 16:58
Fréttir
Ráðhústorgið á Akureyri var þökulagt í skjóli síðustu nætur, auk þess sem þar voru sett niður falleg
blóm. Það var Sigurður Guðmundsson verslunarmaður í göngugötunni sem stóð fyrir framkvæmdinni en hann vill grænni bæ.
Þökurnar voru lagðar án leyfis bæjaryfirvalda en þar á bæ hafa menn ákveðið að þær fái að vera fram yfir
verslunarmannahelgi. Hringsvið sem vera átti á torginu verður fært að sýslumannshúsinu.