Ráðherra dragi til baka tillögur um lokanir veiðisvæða fyrir dragnót

Meirihluti kosningabærra íbúa í Grímsey hefur skrifað undir áskorun til sjávarútegsráðherra, þar sem skorað er á hann að draga til baka tillögur um lokun sjö fjarða á norðanverðu landinu fyrir dragnótaveiðum. Bent er á að þrír dragnótabátar séu gerðir út frá Grímsey og á þeim starfi 14-15 sjómenn.  

Frekari lokun veiðisvæða fyrir Norðurlandi komi því sérstaklega illa við útgerð þeirra. Í áskoruninni segir einnig að ekki verði séð að tillögur ráðherra byggist á vísindalegum rökum og er í því samhengi vísað til nýlegrar rannsóknar Hafrannsóknastofnunarinnar í Skagafirði. Í skýrslu stofnunarinnar segir: „Þær niðurstöður sem fengust í þessari rannsókn benda ekki til að dragnótin hafi áhrif á botndýralíf í Skagafirði." Þetta kemur fram á vef LÍÚ.

Nýjast