23. október, 2008 - 21:29
Fréttir
Hægt er að endurnýta allt kertavax og þannig hægt að komast hjá því að það endi í ruslinu. Plastiðjan
Bjarg-Iðjulundur á Akureyri tekur við öllum kertaafgöngum, bræðir þá upp og notar í útikertin vinsælu sem þau
framleiða.
Nú er svo komið að það vantar kertavax í framleiðsluna og því óskar Plastiðjan eftir öllu því kertavaxi sem hægt er
að komast yfir. Hægt er að skila kertaafgöngum beint til Plastiðjunar Bjarg-Iðjulundur, Furuvöllum 1, Akureyri eða í merktar tunnur á
gámasvæðunum á Akureyri og í Dalvíkurbyggð. Einnig er tekið á móti kertaafgöngum hjá Sagaplast ehf., Réttarhvammi 3,
Akureyri. Plastiðjan Bjarg-Iðjulundur hefur líka komið fyrir ílátum undir kertaafganga á Glerártorgi og hjá ýmsum stofnunum á
Akureyri. Þetta kemur fram á vef Flokkunar Eyjafjarðar ehf.