Tveir ungir piltar, 14 og 16 ára, voru handteknir í nótt á Akureyri grunaðir um aðild að fjórum innbrotum í fyrirtæki í bænum. Að sögn lögreglunnar á Akureyri játuðu piltarnir innbrotin.
Frá því í byrjun ágúst mánaðar hafa 9 innbrot verið skráð hjá lögreglu á Akureyri.