Aðalsteinn Sigurgeirsson, forstöðumaður Íþróttahallarinnar, segir að húsið verði að öllum líkindum tilbúið til notkunar í nú í byrjun september. "Mér sýnist að ég muni opna Höllina fyrstu helgina í september, þegar Norðurlandamótið í blaki mun fara fram í húsinu," segir Aðalsteinn. Hann gerir ráð fyrir því að körfuknattleikslið Þórs og Akureyri Handboltafélag leiki sína heimaleiki í Höllinni í vetur.