Pálmar Magnússon var valinn besti leikmaður knattspyrnuliðs karla hjá Magna í sumar en lokahóf félagsins fór fram á Grenivík á dögunum. Þá var Jón Geir Friðbjörnsson valinn efnilegastur.
Ibra Jagne varð markakóngur félagsins en hann skoraði fimm mörk í níu deildarleikjum. Einnig völdu stjórnarmenn félagsins Magnamenn ársins og urðu þeir Hreggviður Heiðberg Gunnarsson og Hjörtur Geir Heimisson fyrir valinu.