Páll Viðar Gíslason ráðinn þjálfari Þórs

Páll Viðar Gíslason var í kvöld ráðinn sem þjálfari meistaraflokks Þórs í knattspyrnu. Eins og greint var frá fyrr í kvöld sagði Lárus Orri Sigurðsson upp störfum hjá félaginu í dag og mun Páll Viðar stýra Þórsliðinu út sumarið í það minnsta. Þetta staðfestir Unnsteinn Jónsson, formaður Knattspyrnudeildar Þórs, við Vikudag. 

Páli Viðari til aðstoðar verður að öllum líkindum Hreinn Hringsson, sem gegnt hefur stöðu aðstoðarþjálfara félagsins síðan í haust. Fyrsti leikur Þórs undir stjórn Páls Viðars er útileikur gegn Grindavík í VISA- bikarnum á fimmtudaginn kemur.

Nýjast