15. júlí, 2010 - 11:10
Fréttir
Berglind Magnúsdóttir, markvörður Þórs/KA, var borin af leikvelli í gær á sjúkrabörum eftir harkalegt samstuð við
leikmann Grindavíkur, í leik liðanna í Pepsi-deildinni á Þórsvellinum í gærkvöld. Atvikið átti sér stað á
lokasekúndum fyrri hálfleiks. Fyrirgjöf kom þá fyrir markið og ætlaði Berglind að grípa boltann en lenti í samstuði við
leikmann Grindavíkur og féll í grasið.
Berglind var flutt til aðhlynningar á Sjúkrahúsið á Akureyri og mun fara í speglun í dag og kemur þá í
ljós hversu alvarleg meiðsl hennar eru. Það er ljóst að ef Berglind verður lengi frá yrði það gríðarlegt áfall fyrir
Þórs/KA liðið, sem stendur í ströngu í toppbaráttu Pepsi- deildarinnar og í undanúrslitum VISA-bikarkeppninnar.