Til að mæta þessum ráðstöfunum verður sumarleyfistíma starfsfólks dreift á lengra tímabil en venja hefur verið og verður nú 17 vikur í stað 12 vikna áður eða frá 15. maí - 12. september. Valstarfsemi FSA skerðist á þessum tíma og verður fyrst og fremst um bráðastarfsemi að ræða og fólk sem bíður aðgerða þarf því að bíða enn lengur. Auk þessa er alla jafnan mikið um ferðamenn á Akureyri á sumrin, Íslendinga sem og útlendinga, ekki síst á skemmtiferðaskipum því þau halda væntanlega áfram að sigla um heimsins höf þrátt fyrir öskuspá. Á FSA er aukið álag á starfsfólk og starfsemina yfir sumartíma vegna veikinda ferðalanga. Hjúkrunarráð óttast að skert starfsemi sjúkrahússins sé varhugaverð og ógni gæðum þjónustunnar og öryggi sjúklinga, segir ennfremur í fréttatilkynningu hjúkrunarráðs.