Óskir til handa Akureyringum til ársins 2015

Á Alþjóðadegi læsis, á morgun miðvikudaginn 8. september, verður opnuð sýning í Gallerí Ráðhús sem staðsett er í bæjarstjórnarsalnum á 4. hæð í ráðhúsinu á Akureyri.  Þá er almenningi boðið að heimsækja Gallerí Ráðhús frá klukkan 8.15 - 16.00 og skrifa og/eða teikna óskir sínar til handa Akureyringum fram til ársins 2015.     

Sýningin mun standa fram til áramóta og að fimm árum liðnum verða þær teknar fram til skoðunar. Unnið er með eftirfarandi setningar:
Ég óska þess að Akureyringum hlotnist...
Ég óska þess að allir á Akureyri...
Ég óska þess að allir krakkar á Akureyri geti...

Klukkan 8.15 í fyrramálið mun Eiríkur Björn Björgvinsson  bæjarstjóri og fulltrúar frá öllum skólastigum skrifa sínar óskir til handa Akureyringum. Allir eru hjartanlega velkomnir og mega óskirnar vera fleiri en ein og fleiri en tvær..., segir í fréttatilkynningu.

Nýjast