Öruggur sigur Þórs gegn Skallagrími í kvöld

Þórsarar halda áfram að safna stigum í 1. deild karla í körfubolta en liðið lagði Skallagrím á heimavelli í kvöld nokkuð örugglega, 103:81. Konrad Tota fór að vanda fyrir stigaskorun í liði Þórs með 35 stig, Ólafur Torfason og Wesley Hsu skoruðu báðir 21 stig og Óðinn Ásgeirsson kom næstur með 14 stig. Í liði Skallagríms voru það Darrel Flake og Hafþór Ingi Gunnarsson sem voru stigahæstir með 24 stig hvor.

Þórsarar hafa tíu stig í eftir fimm leiki í efsta sæti deildarinnar en nafnar þeirra frá Þorlákshöfn geta jafnað þá að stigum með sigri gegn Val í kvöld. Skallagrímur hefur áfram sex stig í fjórða sæti.

Nýjast