Orrustan um Akureyri í kvöld

KA og Þór mætast í nágrannaslag í kvöld á Akureyrarvelli kl. 19:00 á Íslandsmótinu í 1. deild karla í knattspyrnu. Staða liðanna í deildinni er ólík. Þór er á góðri siglingu og hefur 15 stig í fjórða sæti deildarinnar og getur með sigri í kvöld komið sér í 18 stig í þriðja sæti deildarinnar, einu stigi á eftir toppliðunum tveimur Víkingi R. og Leikni R. KA hefur hins vegar níu stig í níunda sæti og þarf nauðsynlega á sigri í kvöld, ætli liðið sér ekki að eiga í hættu á að missa af lestinni í toppbaráttu deildarinnar. Þegar þessi lið mætast skiptir staðan hins vegar í deildinni ekki öllu máli, þar sem stoltið og heiðurinn er í húfi.

„Það er bara þannig að þegar þessi lið mætast að þá núllstillist allt og það skiptir engu máli hvaða stigataflan segir,” segir Páll Viðar Gíslason þjálfari Þórs.

„Það er alltaf gaman að mæta nágrönnum okkar í Þór og ég býð spenntur eftir leiknum í kvöld," segir Dean Martin þjálfari KA.

Nánar í Vikudegi í dag.

Nýjast