Hins vegar er ástandið betra í samanburði við árið 2006, en þá voru 372 skráðir án atvinnu á svæðinu. Á Akureyri eru nú 212 manns skráðir án atvinnu.
Arnar Jóhannesson ráðgjafi hjá Svæðisvinnumiðlun segir að fyrirtæki haldi frekar að sér höndum varðandi nýráðningar en hitt. Ekki sé mikið um uppsagnir, þó eitthvað hafi verið um slíkt að undanförnu, en og þá einkum hjá verktökum og iðnaðarmönnum af ýmsu tagi. "Við höfum á tilfinningunni að menn haldi að sér höndum um þessar mundir, þeir ætla sér greinilega að sjá til hvernig staðan verður í haust, en sem betur fer eru margvísleg verkefni í gangi ennþá," segir Arnar.