01. nóvember, 2010 - 18:15
Fréttir
Sex aðilar sendu inn verðtilboð í burðarþolshönnun á nýju hjúkrunarheimili við Vestursíðu og tveir aðilar sendu inn
verðtilboð í rafmagnshönnun. Tilboðin voru opnuð hjá Faseignum Akureyrarbæjar í morgun. Lægsta tilboðið í
burðarþolshönnun átti Opus, tæpar 5,9 milljónir króna og lægra tilboðið í rafmagnshönnun átti Raftákn, tæpar
4,5 milljónir króna.
Hærra tilboðið í rafmagnshönnunina átti Verkís, rúmar 6,3 milljónir króna. Efla átti næst lægsta tilboð í
burðarþolshönnun, rúmar 7,2 milljónir króna, Verkís bauð tæpar 7,5 milljónir króna, AVH bauð tæpar 9,2 milljónir,
Verkfræðistofa Norðurlands bauð 10,1 milljón króna og Mannvit bauð 11,5 milljónir króna. Kostnaðaráætlun Fasteigna
Akureyrarbæjar kom ekki fram.