"Eyjafjörður er þekktur fyrir öll sín fjöll, hyrnur, hnjúka og tinda. Þar er líka nóg af vatni. Þess vegna er Eyjafjörður
kjörlendi fossa. Flestir Eyjafjarðarfossanna hafa runnið öldum saman án þess að nöfn þeirra hafi komist í annála. Enginn þeirra kemst
í hóp stærstu og kraftmestu fossa landsins," segir Svavar, sem fagnar fimmtugsafmæli sínu í dag föstudag.
"Þó eru þeir allir afreksfossar, hver með sínu lagi, sumir háir og renglulegir, aðrir bosmamiklir með framsperrta bringu, en allir lúsiðnir og
enginn að reyna að vera neitt annað en hann er. Mikið vantar í upplifun okkar af Eyjafirði ef fossarnir eru þar ekki. Þeir eru hluti af
náttúrudásemdum svæðisins. Nú er tími til kominn að sú fegurð sé sótt í ofan myrkur gilja og gljúfra og
gerð sýnileg. Í sumar hef ég ferðast um Eyjafjörð og tekið myndir af fossum hans. Ég hef kynnst mörgum tugum yndislegra fossa og ber ykkur
kveðju þeirra. Bróðurpartinn af minni hálfu öld hef ég átt skjól á milli fjalla Eyjafjarðar. Með sýningunni vil ég
þakka firðinum fóstrið," segir Svavar ennfremur.