Opið hús og upplýsingar á mánudögum í Glerárkirkju

Opið hús og upplýsingar fyrir fólk í atvinnuleit er yfirskrift dagskrár sem hefur göngu sína í Glerárkirkju mánudaginn 2. febrúar nk. Hugmyndin á bak við þessa dagskrá er sú að hver vika feli í sér ný tækifæri og að það sé kostur að hittast, spjalla saman og fá upplýsingar.  

Opið hús verður alla mánudagsmorgna frá 09:00 til 11:00. Á hverjum mánudegi verður kynning á ákveðnu málefni. Þorsteinn E. Arnórsson, þjónustufulltrúi hjá Einingu-Iðju, mun nk. mánudag fjalla um Ábyrgðasjóð launa.

Húsið opnar kl. 09:00 - 09:30 upplýsingar,- 10:00 -11:00 kaffispjall, boðið upp á brauð, álegg og kaffi.

Á döfinni:

2. febrúar:    Þorsteinn E. Arnórsson frá Einingu-Iðju, upplýsir um Ábyrgðasjóð launa.

9. febrúar:    Brynhildur Pétursdóttir frá Neytendasamtökunum, upplýsir um neytendamál.

16. febrúar:  Hafsteinn Jakobsson upplýsir um starf Rauða Krossins og tækifæri til þátttöku þar.

23. febrúar:  Soffía Gísladóttir upplýsir um mikilvægustu þætti sem einstaklingar á atvinnuleysisskrá þurfa að hafa í huga.

Prestur eða djákni eru til staðar á sama tíma fyrir þá sem vilja nýta sér sálgæsluviðtöl. Þetta kemur fram á vef Einingar-Iðju.

Nýjast