Auk þess gefst gestum kostur á því að skrifa eða teikna á vegg það fyndnasta, skemmtilegasta eða það hræðilegasta sem þau muna eftir úr bókunum. Hægt verður að skoða brot af skólaverkefni sem 1. bekkur í Giljaskóla 2009 ásamt leikskólabörnum á Tröllaborgum og Kiðagili gerðu árið 2009. Seinni part dags kl 16:30 - 18:00 verður AFMÆLISDAGSKRÁ Nonna til heiðurs þar sem Helga Birgisdóttir, doktorsnemi í bókmenntum við Hí, fjallar um tengsl Nonnabókanna við hina evrópsku barnamenningu og barnabókahefð. Jón Hjaltason, sagnfræðingur, mun leiða gesti um sannleikann um uppvöxt og það umhverfi sem Nonni ólst uppí. Auk þess sem lesin verða upp velvalin brot af ævintýrum Nonna og formaður Nonnavinafélagsins, Brynhildur Pétursdóttir, óskar afmælisbarninu til hamingju með daginn. Nánari dagskrá má sjá á vefsíðu Nonnahúss http://www.nonni.is/ og vefsíðu Minjasafnins http://www.minjasafnid.is/ .
Nonni var á sínum tíma einn þekktasti rihöfundur þjóðarinnar en með skrifum sínum og fyrirlestrum kynnti hann Ísland, sérstaklega þá Akureyri og Norðurland, um víða veröld. Bækur hans voru gefnar út á yfir 30 tungumálum en færri vita að Nonni þótti einstaklega skemmtilegur fyrirlesari og hélt um 5000 fyrirlestra, flesta í Evrópu en einnig í Bandaríkjunum og í Japan. Allir hjartanlega velkomnir.