Þar sýndi Óli eitt stórt verk, 3x4 metrar og önnur minni en þar eru einnig til sýnis verk eftir frægustu listamenn sögurnnar. Það voru utanaðkomandi listfræðingar sem völdu verk á sýninguna og segir Óli að það sé feiknalega mikill sigur fyrir sig að hafa verið valinn þar inn.
Hann er kominn með sýningarstjóra á Ítalíu og Óli verður með nokkur málverk á sýningu í Feneyjum í október og þá verður hann með stóra sýningu í Montini listasafninu á Norður Ítalíu á vordögum. Þá hefur Óli þegið með þökkum boð um að vera með einkasýningu í Reykjanesbæ í janúar á næsta ári. Sýningarstjóri á þeirri sýningu verður Aðalsteinn Ingólfsson. Óli segist hafa gert nokkuð af því að fjalla um Ísland og íslenska myndlist í tenglsum við sýningar sínar erlendis. Í Seoul var Óli til að mynda með fyrirlestur, þar sem kennslustund í listaskóla borgarinnar var færð inn á sýningu hans. Einnig fékk sýning hans mikla umfjöllun í fjölmiðlum og í listasamfélaginu í Seoul.