Oddur Gretarsson, leikmaður Akureyrar, hafi verið valinn í landsliðshópinn sem leikur gegn Austurríki á laugardaginn kemur í undankeppni EM í handbolta. Oddur kemur inn í hópinn í stað Loga Geirssonar sem glímir við axlarmeiðsli.
Íslenska liðið heldur utan á morgun, föstudag og leikur gegn Austurríkismönnum kl. 18:20 á laugardaginn. Leikurinn er sýndur beint á RÚV.
Frá þessu er greint á vefsíðu Akureyrar Handboltafélags.