Akureyringurinn Oddur Gretarsson skoraði 6 mörk fyrir íslenska landsliðið í handbolta, í 33:30 sigri liðsins í æfingaleik gegn Brasilíu ytra í gærkvöld. Ísland var þremur mörkum yfir í hálfleik, 16:13.
Oddur var markahæstur í íslenska liðinu ásamt þeim Arnóri Þór Gunnarssyni og Rúnari Kárasyni sem einnig gerðu 6 mörk hvor. Ólafur Guðmundsson skoraði 4 mörk og Viginir Svavarsson kom honum næstur með 3 mörk. Björgvin Páll Gústavsson varði 16 skot í marki Íslands og Pálmar Pétursson varði 2 skot.
Liðin mætast öðru sinni annað kvöld, föstudag.