Akureyringurinn Oddur Gretarsson komst á blað með íslenska A- landsliðinu í handknattleik, er hann skoraði eitt marka liðsins í 33:33 jafntefli gegn Dönum í æfingaleik í Laugardagshöllinni í kvöld. Oddur kom inn á snemma í síðari hálfleik og var ekki lengi að stimpla sig inn með fínu marki úr vinstra horninu.
Aron Pálmarsson var markahæstur í íslenska liðinu í kvöld með 8 mörk, Alexender Petersson skoraði 7 mörk og Róbert Gunnarsson kom honum næstur með 5 mörk.
Ísland og Danmörk mætast öðru sinni í Laugardagshöllinni á morgun.