Oddur efnilegasti leikmaður N1- deildar karla

Oddur Gretarsson, leikmaður Akureyrar, var valinn efnilegasti leikmaður N1- deildar karla í handbolta, á lokahófi HSÍ í gærkvöld. Oddur átti frábært tímabil með Akureyri sem komst í undanúrslit Íslandsmótsins. Þá fékk Heimir Örn Árnason leikmaður Akureyrar háttvísisverðlaun HDSÍ karla.

Í hófinu var svo kynnt úrvalslið N1- deildar karla og kvenna. Í úrvalsliði karla var Oddur valinn í vinstra hornið. Valur og Haukar áttu flesta leikmenn í úrvalsliði karla eða tvo leikmenn hvort og FH, Akureyri og HK sitthvorn leikmanninn.

Úrvalslið karla:


Markvörður: Hlynur Morthens, Val
Línumaður: Pétur Pálsson, Haukum
Vinstra horn: Oddur Gretarsson, Akureyri
Vinstri skytta: Sigurbergur Sveinsson, Haukum
Hægra horn: Arnór Þór Gunnarsson, Val
Hægri skytta: Bjarni Fritzson, FH
Miðjumaður: Valdimar Fannar Þórsson, HK.

Úrvalslið kvenna:

Markvörður: Berglind Íris Hansdóttir - Valur
Línumaður: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir - Valur
Vinstra Horn: Rebekka Rut Skúladóttir - Valur
Vinstri Skytta: Stella Sigurðardóttir - Fram
Hægra Horn: Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir - Fram
Hægri Skytta: Hanna G. Stefánsdóttir - Haukar
Miðjumaður: Karen Knútsdóttir - Fram

Nýjast