„Ég hafði hugsað mér þetta lengi, fyrir nokkrum árum var ég með gallerý heima í bílskúrnum í Teigi . Árið 2002 hættum við hjónin búskap og elsti sonurinn átti þetta hús á jörðinni sem hann nýtti lítið og ég fékk það til afnota. Gallerýið opnaði svo snemma í nóvember sl."
Helsta viðfangsefni þeirra Þorgerðar og Svanborgar þessa dagana er auk jólanna, ýmis vinna úr gleri. „Ég sker glerið en Gerða [Þorgerður] skreytir," útskýrir Svanborg. Þorgerður bætir við: „En að sjálfsögðu er margt annað á boðstólnum en hlutir frá okkur. Fjölmargir eiga vörur hér sem við seljum í þeirra umboði. Hér eru til að mynda margar mjög fallegar skreytingar eftir Svanhvíti Jósefsdóttur sem margir kannast við úr blómabúðum á Akureyri og fallegar ullarvörur sem Lóa Barðadóttir, hárgreiðslukona á Akureyri á mikið til heiðurinn af."
Þær stöllur vildu að lokum koma því á framfæri að allir væru velkomnir að skoða það sem þær hafi í boði, þiggja um leið kaffibolla og eiga notalega stund.