Nýtt karlaráð hjá knattspyrnudeild Þórs tekið til starfa

Nýtt karlaráð hjá knattspyrnudeild Þórs tók formlega við störfum í gær en karlaráðið stendur á bak við meistaraflokk félagsins og 2. flokki. Ráðið skipa þeir Eiður Pálmason, Vignir Traustason, Magnús Kristjánsson og Magnús Eggertsson, en hann mun gegna stöðu formanns. Magnús var um tíma framkvæmdstjóri félagsins og hefur auk þess setið í stjórn handknattleiksdeildarinnar og í stjórn Akureyrar Handboltafélags.

Frá þessu er sagt á heimasíðu Þórs.

Nýjast