Nýtt fyrirkomulag sorphirðu í gömlu Hörgárbyggð

Næstu daga verður tunnum fyrir flokkaðan heimilisúrgang dreift á heimili í þeim hluta sveitarfélagsins Hörgársveitar sem var Hörgárbyggð. Þetta er gert á grundvelli samnings sem gerður var haustið 2009 við Gámaþjónustu Norðurlands ehf. Í fyrstu a.m.k. hefur sameining Hörgárbyggðar við Arnarneshrepp ekki áhrif á samninginn, þannig að fyrirkomlagið í Arnarneshreppi verður óbreytt um sinn.  

Jafnframt munu tunnur koma í stað kara þar sem þau hafa verið fyrir úrganginn. Tilgangurinn er að auka flokkun úrgangs til endurvinnslu til að minnka auðlindasóunina sem felst í urðun hans. Auk þess sem þá sparast fjármunir við flutning úrgangsins til urðunar.

Gert er ráð fyrir að á hverju heimili verði:

- Ein eða tvær 240 lítra tunna (svört með svörtu loki) fyrir óflokkaðan úrgang

- Ein 240 lítra endurvinnslutunna (svört með grænu loki)

Losun á tunnunum verður sem hér segir:

- Tunnur fyrir óflokkaðan úrgang verða losaðar á tveggja vikna fresti

- Endurvinnslutunnan verður losuð á fjögurra vikna fresti

Þetta kemur fram á vef Hörgársveitar.

Nýjast