09. maí, 2008 - 19:43
Fréttir
Nýkjörinn formaður Hugins, nemendafélags Menntaskólans á Akureyri, Benjamín Freyr Oddsson, sagði af sér í dag. Eins og fram kom í
Vikudegi í gær kom upp ósætti innan nýrrar stjórnar nemendafélagsins og var í gangi undirskriftalisti innan skólans um að
formaðurinn segði af sér.
Benjamín steig í ræðustól í frímínútum í skólanum í morgun og tilkynnti þar afsögn sína.
Því þarf að kjósa nýjan formann, eða inspector scholae og verður það gert í næstu viku. Ný stjórn tók við
nemendafélaginu um síðustu mánaðamót en í ferð sem viðtakandi og fráfarandi stjórnir fóru saman í mun hafa komið upp
ósætti innan nýju stjórnarinnar, sem leiddi til þessarar niðurstöðu.