„Nú getur félagið farið að blómstra”

Það var stór stund hjá Fimleikafélagi Akureyrar á dögunum þegar félagið fékk afhent nýtt æfingahúsnæði í Giljaskóla en hingað til hafa æfingar hjá félaginu farið fram við þröngan kost í Íþróttahúsi Glerárskóla. Birna Ágústsdóttir, formaður FIMAK, segir þetta stóran og merkan áfanga í sögu félagsins.

„Nú erum við komin í sérhannað fimleikahús og það var aldeilis orðið tímabært og nú getur félagið farið að blómstra,” segir Birna. Fimleikafélagið telur um 650 meðlimi og er að verða eitt stærsta íþróttafélagið á Akureyri. Birna segir mikla aukningu hafa verið í fimleikana upp á síðkastið og má það ekki síst þakka nýja húsnæðinu. „Það eru margar nýskráningar á dag,” segir hún.

Nýjast