Dagskrá þingsins hófst í gær og í dag verða jafnframt flutt fjölmörg erindi. Í kvöld sækja svo gestgjafar ráðstefnugesti í heimboð á íslensk heimili. Í fyrramálið var verður lagt af stað í rútuferð þar sem skoðaðir verða áhugaverðir staðir s.s. Gamli bærinn að Grenjaðarstað, Goðafoss, Mývatn, Námaskarð og Laxárvirkjun þar sem boðið er til móttöku. Þinginu verður slitið í Akureyrarkirkju á sunnudagsmorgun kl. 10.00.