„Norðurþing hefur verið í þjónustu hjá EJS frá árinu 2006 og hefur samstarfið gengið mjög vel frá upphafi. Skemmst er frá því að segja að öll vinna EJS í kringum tölvukerfi og búnað stofnanna sveitarfélagsins er til fyrirmyndar, afar fagmannlega unnin af hálfu starfsmanna og þjónusta öll hin besta. Nú hefur þjónustan við okkur enn batnað með tilkomu starfsmanns EJS sem staðsettur er á Húsavík og ég get því óhikað gefið EJS mín allra bestu meðmæli,“ segir í fréttatilkynningu.
EJS er eitt stærsta upplýsingatæknifyrirtæki landsins með 128 starfsmenn. Fyrirtækið veitir umfangsmikla upplýsingatækniþjónustu og er jafnframt einn stærsti söluaðili landsins á tölvum, útstöðvum, miðlarabúnaði, afgreiðslutækjum og tilheyrandi þjónustu. EJS rekur tvær starfsstöðvar. Höfuðstöðvar þess eru á Grensásvegi 10 í Reykjavík og útibú er á Tryggvabraut 10 Akureyri. Þjónustuframboð EJS á Húsavík er það sama og á Akureyri og er EJS í samstarfi við bókabúð Þórarins Stefánssonar varðandi sölu á tölvum og tæknibúnaði ásamt því að öll ábyrgðarvinna og þjónusta fer fram á staðnum. Stefna EJS með þessu nýja samstarfi er að byggja upp til framtíðar góða og öfluga sölu- og þjónustudeild í Norðurþingi í nánu samstarfi við heimamenn.