Bjarni segir að nýir fjárfestar hafi sýnt því áhuga að koma að félaginu og er endurskipulagningin hluti af þeirri vinnu. Norðurskel ehf. var stofnað árið 2000 og hefur verið leiðandi aðili í þróun kræklingaræktar á Íslandi. Fyrstu árin fóru að stærstum hluta í þróun á ræktunaraðferðum en undanfarið ár hefur félagið selt afurðir sínar reglulega hérlendis og einnig hefur töluvert af skel verið flutt á erlendan markað. Afurðir félagsins hafa fengið gríðarlega góðar viðtökur. „Með fjárhagslegri endurskipulagningu er ætlunin að bæta rekstrarhæfni félagsins svo unnt sé að byggja það upp til framtíðar," segir Bjarni.