Norðurlandamót ungmenna í frjálsum haldið á Þórsvelli um helgina

Norðurlandamót ungmenna, undir 19 ára, í frjálsum íþróttum verður haldið á Þórsvellinum á Akureyri um helgina. Efnilegasta íþróttafólk Norðurlandanna mun etja kappi í hinum ýmsu greinum frjálsíþróttanna en keppendur verða rúmlega 200. Einnig verður keppt í göngu sem er nýlunda á frjálsíþróttamótum hér á landi. Ísland og Danmörk eru með sameiginlegt lið en annars eru tveir keppendur frá hverju landi í grein.

Fjórir keppendur frá UFA munu keppa á mótinu. Þetta eru þau Agnes Eva Þórarinsdóttir sem keppir í kringlukasti á laugardag, Börkur Sveinsson sem keppir í kúluvarpi á laugardag, Kolbeinn Höður Gunnarsso keppir í 100 m og 4x100 m á laugardag og Örn Dúi Kristjánsson, en hann keppir í 400m grindahlaupi á laugardag og 110m grindhlaupi á sunnudag ásamt boðhlaupi.

UMSE og UFA eru framkvæmdaaðilar mótsins sem fellur inn í dagskrá Akureyrarvöku og verður lokaatriði mótsins keppni milli Norðurlandanna í kirkjutröppuhlaupi sunnudaginn 29. ágúst.  

Nýjast