Norður- Írskur varnarmaður til liðs við Þór

Meistaraflokkur Þórs hefur fengið til liðs við sig Norður-Írskan varnarmann að nafni, Sean Webb, fyrir seinni hluta baráttunnar í 1. deild karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Sean er 25 ára gamall og hefur hann leikið nokkra leiki með yngri landsliðum Norður- Írlands. Hann hefur lengst af leikið í Skotlandi og en lék síðast með liði Accrington Stanley á Englandi.

Sean verður að öllum líkindum í liði Þórs sem mætir Leikni R. á Akureyrarvelli á morgun kl. 19:15.

Nýjast