„Þá er Nökkvi 45 ára og er þetta eitt það farsælasta sumar sem Nökkvi hefur átt sem siglingafélag en Nökkvi vann til 14 verðlauna af 18 mögulegum í sumar en Nökkvi tók þátt í 2 mótum þar sem fleiri félög kepptu.
Eins er orðin virk kafaradeild innan Nökkva sem telur um 20 félaga. Þá er Steinar Magnússon sem er í stjórn Nökkva að gera góða hluti með kæjakinn. En í báðum deildum er Ísfirðingurinn Haraldur Tryggva duglegt hjálpartól.
Akureyrarbær færði Nökkva fallega og vel verðskuldaða gjöf á afmælinu en skipulagsnefnd er búin að samþykja að setja nýju aðstöðu Nökkva á aðalskipulag Akureyrar. Þá er næst að bæjarstjórnin gefi grænt ljós á þetta.
Næstu verkefni Nökkva eru nokkur. Það þarf að fara íhuga kaup á öðrum björgunarbát, eins þarf Nökkvi að fara eignast sína eigin kerru til að ferja kænurnar. Að ógleymdri nánast endalausri baráttu við að eignast nýja aðstöðu.
Þá kæmi það sér sérlega vel ef einhver velunnari Nökkva lumaði á góðri upphitaðari skemmu eða skúr sem við gætum haft yfir veturinn og unnið að viðgerðum bátum félagsinns. Því þó svo að allir fari vel með sína báta gerast slys og er því mikið viðhald á bátakostinum," skrifaði Hörður á heimasíðu Nökkva.