22. júlí, 2010 - 12:35
Fréttir
Alls sóttu níu manns, fjórar konur og fimm karlar, um stöðu eldvarnareftirlitsmanns hjá Slökkviliði Akureyrar, sem auglýst var laust til
umsóknar á dögunum. Umsóknarfrestur rann út í síðustu viku. Magnús Viðar Arnarsson, sem starfaði sem eldvarnareftirlitsmaður, var
á dögunum ráðinn í starf umsjónamanns fasteignar hjá menningarhúsinu Hofi.