Níu mörk í sjö leikjum

Mateja Zver, hin slóvenska knattspyrnukona í Þór/KA, hefur aldeilis staðið sig í stykkinu síðan hún gekk til liðs við félagið um miðjan júlí í sumar. Mateja hefur spilað sjö leiki fyrir félagið í Landsbankadeildinni og skorað í þeim níu mörk, sem verður að teljast nokkuð ásættanlegt.

Mateja skoraði tvö mörk fyrir Þór/KA í 6-1 sigri liðsins gegn Aftureldingu í gærkvöld og er í sjöunda sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar.

Nýjast