Nemendur Oddeyrarskóla með safnasýningu í Gallery BOXi

Nemendur í 7. bekk Oddeyrarskóla á Akureyri voru glaðhlakkalegir í Listagilinu í morgun en þá voru þeir að fara um bæinn til að auglýsa sýningu sem þeir eru með í Gallery BOXi um helgina. Um er að ræða svokallaða safnasýningu, þar sem verða til sýnis alls kyns gamlir munir.  

Má þar nefna bein, bækur, frímerki, verkfæri og fleira. Krakkarnir komu með muni að heiman og röðuðu þeim upp í sýningarsalnum. Sýninginn er haldin í tengslum við listahátíð barnanna og verður opin á morgun laugardag og á sunnudag frá kl. 14-17.

Nýjast