Nemendur í Sjávarútvegsskóla SÞ í heimsókn

Nemendur í Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna (United Nations University - Fisheries Training Programme in Iceland) komu í 10 daga heimsókn í Háskólann á Akureyri í dag, mánudag.   

Heimsóknin er hluti af námsefni skólans þar sem sjávarútvegsfyrirtæki á Norðurlandi verða heimsótt og valdir fyrirlesarar munu flytja fyrirlestra um málefni íslensks sjávarútvegs. Í hópnum eru 25 nemendur sem eru frá Banglades, Kambódíu, Kína, Kúbu, Ghana, Guyana, Indlandi, Keníu, N-Kóreu, Líberíu, Malaví, Mósambík, Samóa Eyjum, St Vincent, Tansaníu, Tonga og Víetnam. Þessa stundina er hópurinn að skoða landvinnslu Samherja á Dalvík.

Nýjast