Nemandi frá Úganda lýkur meistaranámi við HA.

Lillian Chebet varð í gær, miðvikudaginn 9. júní fyrsti nemandinn frá Úganda sem lýkur meistaranámi sínu við Auðlindafræði við Háskólan á Akureyri. Lillian hefur stundað nám sitt síðastliðin tvö ár á Akureyri fyrir tilstuðlan Sjávarútvegsskóla háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-FTP).  

Verkefni Lillian ber heitið Rapid (alternative) methods for evaluation of fish freshness and quality og miðaði að því að þróa nýjar aðferðir til að meta fiskgæði. Leiðbeinandi Lillian Chebet var Dr. Hjörleifur Einarsson prófessor við Háskólann á Akureyri og andmælandi var Dr. Guðrún Ólafsdóttir matvælafræðingur.

Nýjast