Í nefndinni eru Ásgeir Pétur Ásgeirsson og Freyr Ófeigsson, báðir fyrrverandi dómarar við Héraðsdóm Norðurlands eystra, og Sigurður Jóhannesson, fyrrverandi bæjarfulltrúi á Akureyri. Mest má líða hálfur mánuður frá því að kærur berast og þar til úrskurður nefndar liggur fyrir. Unnt er að skjóta niðurstöðu úrskurðarnefndar til dómsmála- og mannréttindaráðuneytis, segir á vef RÚV.