Námsmannastyrkir Byrs afhentir á Akureyri

Sjö námsmennn hafa fengið skólastyrk frá Námsmannaþjónustu Byrs og þar af voru tveir styrkir afhentir á Akureyri. Bankinn veitir styrkina tvisvar á ári.  

Á Akureyri fengu þær Hilda Helgadóttir og Ingunn Hjaltalín Helgadóttir styrki. Að þessu sinni voru veittir tveir styrkir til háskólanema að upphæð 250.000 krónur hvor og fimm 50.000 króna styrkir til framhaldsskólanema. Ingunn hlaut 250.000 kr. styrk og Hilda 50.000 kr., sem þær voru að vonum ánægðar með.

Nýjast