Haldnar voru fjórar málstofur, þar sem fjallað var um ýmislegt sem tengist viðhaldi og verðmæti fasteigna. Einnig var flutt erindi um framkvæmdir, lán, endurgreiðslur og skattamál og þá var sett upp svokallað tengslatorg. Þar gafst þátttakendum tækifæri til að fá svör og ráðgjöf hjá iðnmeisturum, verkfræðistofum, bönkum og þjónustuaðilum í byggingariðnaði um allt sem lýtur að viðhaldi og endurbótum á húsnæði.